Haraldur Pálsson nýr framkvæmdastjóri ÍBV

28.jan.2021  15:02

Haraldur Pálsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri ÍBV íþróttafélags. Haraldur er með BA gráðu í hagfræði og BS gráðu í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands ásamt því að vera með stýrimannsmenntun frá Tækniskólanum í Reykjavík. Haraldur er meðeigandi E-fasteigna og hefur seinustu ár starfað meðal annars hjá Leitni Ráðgjöf, Marel, Gamma og sinnt trúnaðarstörfum á vegum ÍBV.

Haraldur er í sambúð með Írisi Þórsdóttir og eiga þau saman tvö börn. Haraldur mun hefja störf í næsta mánuði.