Íslandsmeistarar 2000

28.okt.2020  10:00

20 ár frá fyrsta Íslandsmeistaratitli kvenna handboltans

Á dögunum komu saman Íslandsmeistarar kvenna í handknattleik 2000 í tilefni þess að 20 ár eru liðin frá því að þær lönduðu titlinum. En þær eru fyrstu Íslandsmeistarar í sögu félagsins í meistaraflokki handboltans.

Rifjaðar voru upp skemmtilegar sögur frá þessum tíma en þetta var samheldinn hópur af ungum og óreyndum leikmönnum í bland við eldri og reyndari leikmenn. Ráðið var skipað fólki sem hafði lagt mikla vinnu í kvennahandboltann í mörg ár og var því mikil geðshræring þegar flautað var til leiksloka í síðasta leiknum á móti Gróttu/KR.

ÍBV þakkar þeim fyrr komuna og skemmtilega upprifjun.