Þjóðhátíðarblað Vestmannaeyja 2020

31.júl.2020  08:39
- sölubörn og foreldrar athugið
Þjóðhátíðarblað Vestmannaeyja kemur út föstudaginn 31. júlí þrátt fyrir að Þjóðhátíð 2020 falli niður. Sölubörn eru hvött til að koma í Týsheimilið, föstudaginn 31. júlí kl. 15.00 þar sem þau fá blöð til að selja. Í ljósi hertra takmarkana og sóttvarnarráðstafana, sem kynntar voru í dag og taka gildi á morgun, er rétt að geta þess að börn fædd 2005 eða síðar eru undanskilin þessum takmörkunum. Að venju verða góð sölulaun í boði! Eru Eyjamenn hvattir til að taka vel á móti sölubörnum. ÍBV íþróttafélag