Berta á æfingar U-15 hjá KSÍ

16.jún.2020  08:54

Lúðvik Gunnarsson landsliðsþjálfari  U-15 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu valdi í gær Bertu Sigursteinsdóttur í 30 manna úrtakshóp sem kemur saman á Selfossi dagana 29.júní - 2.júlí.
Hópurinn mun dvelja og vera í fæði á Hótel Selfoss. Þá verður æft á Selfossi og í nánasta umhverfi.  Ásamt æfingunum fær hópurinn fræðslu um hina ýmsu þætti lífsins og íþrótta.

ÍBV óskar Bertu innilega til hamingju með þennan árangur