Æfingar hefjast samkvæmt æfingatöflu í dag

04.maí.2020  10:30

Bæði í handbolta og fótbolta

Samfélagið okkar hefur náð góðum tökum á ástandinu sem ríkt hefur undanfarnar vikur og til að halda okkur á þeirri góðu vegferð sem við erum þá biðjum við ykkur um að halda áfram að fara eftir fyrirmælum almannavarna. Það mun einnig færa okkur nær þeim markmiðum okkar að geta haldið TM - og Orkumót ásamt Þjóðhátíð, en þessir viðburðir verða aldrei nema með þeim takmörkunum sem almannavarnir setja.

 

Æfingar hjá iðkendum á grunnskólaaldri:

  • Venjulegar æfingar í handbolta og fótbolta eftir æfingatöflu út skólaárið - engar fjöldatakmarkanir.
  • 2ja metra reglan gildir ekki, hvorki á milli iðkenda né á milli iðkenda og þjálfara.
  • Íþróttahús - búningsklefar opnir, aukin þrif og sprittun.
  • Týsheimili - búningsklefar lokaðir, anddyri niðri opið þannig að hægt sé að komast á klósett - aukin þrif og sprittun.
  • Hvetjum iðkendur til sérstaks hreinlætis og handþvottar, spritt verður aðgengilegt á æfingum.
  • Foreldrum er ekki heimilt að koma inn í íþróttahús eða Herjólfshöll til að horfa á æfingar eða sækja iðkendur.

 

Æfingar hjá eldri iðkendum:

  • Innanhúss - 3 iðkendur + þjálfari á heilum handboltavelli.
  • Utanhúss - 7 iðkendur + þjálfari á hálfum fótboltavelli.
  • Passa uppá 2ja metra regluna, spritta búnað.
  • Búningsklefar lokaðir.
  • Hvetjum iðkendur til sérstaks hreinlætis, handþvottar og notkunar handspritts, spritt verður aðgengilegt á æfingum.