V/ COVID-19

13.mar.2020  17:40

Öllum leikjum frestað - engar æfingar á mánudag

KSÍ og HSÍ hafa frestað öllum leikjum frá og með deginum í dag vegna COVID-19.

Íþróttamiðstöðin og Herjólfshöllin verða lokuð á mánudaginn vegna starfsdags og falla því allar æfingar niður þann daginn. Félagið bíður eftir leiðbeiningum um það hvernig við getum skipulagt starfið okkar og munum við senda út tilkynningu um leið og við vitum meira.