Kristjana í U-19 ára landsliðið

25.feb.2020  13:32

Þórður Þórðarson, landsliðsþjálfari Íslands U19 kvenna, hefur valið loka hóp fyrir þrjá æfingaleiki á La Manga, Spáni.
Þórður valdi Kristjönu Sigurz frá ÍBV en Kristjana hefur leikið afar vel fyrir ÍBV síðan hún gekk til liðs við félagið.
Liðið mætir Sviss 5. mars, Ítalíu 7. mars og Þýskalandi 9. mars.

Um er að ræða undirbúning liðsins fyrir milliriðla undankeppni EM 2020, en Ísland er þar í riðli með Skotlandi, Rúmeníu og Hollandi og er leikið í apríl.

ÍBV óskar Kristjönu innilega til hamingju með þennan árangur