Á laugardaginn undirrituðu fulltrúar Ölgerðarinnar og ÍBV íþróttafélags nýjan 5. ára samstarfssamning.
Ölgerðin og ÍBV hafa starfað saman í tæpa tvo áratugi og er þessi undirritun ÍBV mikils virði.
Ölgerðin er stærsti styrktaraðili félagsins og var það vilji beggja að framlengja samninginn.
Ölgerðin mun styrkja almenna uppbyggingu ÍBV á íþrótta- og æskulýðsstarfi í Vestmannaeyjum sem og hafa með sér náið samstarf á öðrum sviðum í tengslum við uppákomur á vegum ÍBV.
Ölgerðin mun áfram vera aðal kostandi Þjóðhátíðar í Eyjum.
Ölgerðin er eitt stærsta og öflugasta fyrirtæki landsins og ÍBV er eitt öflugasta íþróttafélag landsins og fer því vel á þessu samstarfi.