Clara Sigurðardóttir átti sannkallaðan stórleik fyrir U-19 ára landslið Íslands er liðið lagði Svía af velli 3-0. Clara lék sem framliggjandi tengiliður og lagði upp tvö af þremur mörkum Íslands.
Hér að neðan má sjá lýsingu MBL á mörkum Íslands í leiknum.
Hildur Þóra kom íslenska liðinu yfir strax á 16. mínútu með föstum skalla úr markteignum eftir hornspyrnu Evu Rutar Ásþórsdóttur. Linda Líf Boama tvöfaldaði forystu íslenska liðsins á 25. mínútu eftir vel útfærða skyndisókn. Arna Eiríksdóttir hreinsaði frá marki og boltinn barst til Clöru Sigurðardóttur sem átti hárnákvæma sendingu inn fyrir vörn Svía á Lindu sem lagði boltann snyrtilega fram hjá markmanni Svía og staðan orðin 2:0.
Karen María Sigurgeirsdóttir skoraði þriðja mark íslenska liðsins á 35. mínútu, aftur eftir vel útfærða skyndisókn hjá íslenska liðinu. Clara Sigurðardóttir átti þá sendingu inn á Karen sem skaut föstu skoti frá vítateigshorninu og boltinn fór yfir markmann Svía og í netið.
ÍBV óskar Clöru innilega til hamingju með þennan árangur