36. Orkumótið

25.jún.2019  13:54

26. - 26. júní

Á morgun miðvikudag byrja ungir knattspyrnumenn að streyma á eyjuna til að taka þátt í 36. Orkumótinu. En mótið í ár er það stærsta frá upphafi með 112 liðum frá 39 félögum. Von er á 1150 keppendum, tæplega 300 þjálfurum/fararstjórum ásamt foreldrum og er því hægt að gera ráð fyrir því að hátt í 2500 manns heimsæki eyjuna í vikunni.

Mótið hefst á fimmtudagsmorgun kl. 8:20, en setningin verður að loknum fyrsta keppnisdegi og hefst hún með skrúðgöngu frá Barnaskólanum kl. 18:30, þar sem haldið verður á Týsvöll með Lúðrasveit Vestmannaeyja í fararbroddi.

Við minnum á að sýningin um sögu fótboltamótanna lýkur í Einarsstofu á sunnudag og á morgun fer í loftið þáttur hjá ÍBV hlaðvarpinu sem verður tileinkaður Orkumótinu.

Við hvetjum Eyjamenn til að mæta á völlinn og fylgjast með ungum knattspyrnumönnum.

Munið að keyra varlega þessa daga!

 

Allar nánari upplýsingar um mótið er hægt að nálgast á heimasíðu þess orkumotid.is