12. - 15. júní
Næstkomandi miðvikudag streyma ungar knattspyrnukonur á eyjuna til að taka þátt í 30. TM Mótinu í Eyjum. En mótið í ár er það stærsta síðan mótinu var breytt í 5. flokks mót árið 2005, með 96 lið. Von er á 900 keppendum, 200 þjálfurum/farastjórum ásamt foreldrum og er því hægt að gera ráð fyrir því að hátt í 2000 manns heimsæki eyjuna í vikunni.
Í tilefni þess að þetta er 30. mótið sem við höldum þá verður boðið uppá afmælisköku í Týsheimilinu föstudaginn 14. júní kl. 13:00-16:00.
Í gær var opnuð í Einarsstofu sýning um sögu fótboltamótanna og í dag fór í loftið hjá ÍBV hlaðvarpinu þáttur tileinkaður TM Mótinu, þetta er eitthvað sem enginn ÍBV-ari ætti að láta framhjá sér fara.
Við hvetjum Eyjamenn til að mæta á völlinn og fylgjast með ungum knattspyrnukonum.
Munið að keyra varlega þessa daga!