Sportabler er íslenskt vef- og snjallsímaforrit sem gerir skipulagningu og samskipti í íþróttastarfi margfalt skilvirkari og einfaldari. Kerfið er ætlað þjálfurum, iðkendum, foreldrum og starfsmönnum íþróttafélaga.
Við ætlum að byrja á því að koma knattspyrnuiðkendum inn í forritið og hafa þjálfarar sótt innleiðingarnámskeið. Þeir munu setja inn tilkynningu á Facebook síðu flokkana með upplýsingum hvernig foreldrar/iðkendur geta skráð sig inn. Við hvetjum foreldra til að skrá sig strax inn og sækja appið þegar þjálfararnir hafa sett inn tilkynningu þar sem allt skipulag og samskipti munu fara þarna í gegn og hætta á Facebook.
Ef þið lendið í vandræðum má hafa samband við þjónustuver Sportabler, sem er opið allan sólarhringinn, með því að ýta á dökku spjallblöðruna neðst vinstra megin á www.sportabler.com Ef myndin hér að neðan birtist á skjánum, þá er iðkandi ekki kominn inn í kerfið og þarf að biðja þjálfara að setja hann inn eða senda póst á siggainga@ibv.is með kennitölu iðkanda.
Við munum svo fara í innleiðingarferli með handboltann þegar æfingar hefjast í haust.
Innleiðingarstjóri er Sigríður Inga Kristmannsdóttir siggainga@ibv.is