Siggi Raggi og Ólafur Ingi komu í heimsókn í síðustu viku
Í síðustu viku fengum við tvo góða fyrirlesara í akademíurnar okkar. Sigurður Ragnar Eyjólfsson fyrrverandi landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðslins í knattspyrnu kom á mánudaginn og ræddi við nemendur um hugarfar, hvað þarf að gera til að ná langt í íþróttinni og lagði fyrir þau próf um hugræna færni. Ólafur Ingi Skúlason landsliðsmaður og fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu kom á fimmtudaginn og ræddi við nemendur um framkomu og hvernig er hægt að bregðast við mótlæti t.d. með því að samgleðjast náunganum, setja sér ný markmið og temja sér jákvæðan hugsunarhátt.
Frábærir fyrirlestrar sem eiga eftir að nýtast nemendum okkar vel í framtíðinni.