Sigurður Arnar Magnússon íþróttamaður æskunnar.
Í gær 29. janúar útnefndi íþróttabandalag Vestmannaeyja Ester Óskarsdóttur handknattleikskonu íþróttamann Vestmannaeyja fyrir árið 2018. Sigurður Arnar Magnússon var útnefndur íþróttamaður æskunnar fyrir 2018. ÍBV íþróttafélag óskar þessum glæsilegu fulltrúum félagsins til hamingju með valið.
Leikmönnum meistaraflokks karla í handknattleik voru veitt starfsviðurkenning ÍBV en sú viðurkenning var veitt í fyrsta skipti fyrir einstakan árangur á sviði íþróttanna. Arnar Pétursson þjálfari meistaraflokks karla í handbolta var veitt sérstök viðurkenning fyrir framlag sitt til íþrótta í Eyjum fyrir frábæran árangur með meistaraflokk félagsins.
Stelpurnar í 4. flokki kvenna fengu viðurkenningu fyrir Íslandsmeistaratitil sinn.
Á hófinu voru landsliðsmenn einnig heiðraðir, en ÍBV íþróttafélag átti 26 leikmenn sem spiluðu landsleiki á síðasta ári og 4 þjálfara sem stýrðu landsliðum. Íþróttabandalag Vestmannaeyja heiðraði einnig nokkra einstaklinga fyrir þeirra störf í þágu íþrótta í Eyjum.
Á myndunum eru þeir félagsmenn ÍBV íþróttafélags sem voru heiðraðir í gær.