Eyjafréttir afhentu nú í hádeginu viðurkenningar fyrir árið 2018 og fékk SJÁLFBOÐALIÐINN Eyjamann ársins 2018
Sjálfboðaliðinn er það sem drífur félag eins og okkar áfram og gerir okkur kleift að starfa eins og við gerum í dag. Það er gaman að þessi stóri hópur sem stendur að öllum félagsmálum í Vestmannaeyjum hafi fengið viðurkenningu og væri gott ef allir sjálfboðaliðar klappi sér á bakið fyrir sitt framlag á árinu sem var að líða og fyrir öll árin þar á undan.
Meistaraflokkur karla í handbolta fékk pýramídann fyrir framlag sitt til íþróttamála og leikmenn, þjálfarar og stjórnarmenn eiga mikið hrós skilið fyrir mikla skemmtun á síðasta ári þar sem strákarnir sigldu heim með þrjá titla og tóku á móti þeim fjórða hér á heimavelli.
ÍBV-arinn Ólöf Aðalheiður Elíasdóttir fékk pýramídann fyrir framlag sitt til samfélagsins og hefur félagið notið góðs af hennar störfum til margra ára. Það er erfitt að fara yfir öll þau störf sem Óla Heiða hefur unnið í samfélaginu okkar en það er klárlega hægt að segja að hér væri ekki jafn blómlegt samfélag og er í dag nema með hennar vösku framgöngu í öllu því sem hún tekur sér fyrir hendur.