U17 ára landslið kvenna í knattspyrnu komið áfram í milliriðil fyrir EM 2019
Clara og liðsfélagar hennar í U17 ára landsliðinu í knattspyrnu töpuðu síðasta leiknum í undankeppni EM 2019 á móti Englandi í gær 2-0. Fyrsti leikurinn var á móti Aserbaídsjan þar sem Ísland sigraði 1-0. Annar leikurinn var á móti heimakonum í Moldavíu þar sem Ísland vann frábæran 6-0 sigur og Clara skoraði 3 fyrstu mörkin.
Liðið endar því í 2. sæti riðilsins og er komið áfram í milliriðil.
ÍBV óskar Clöru innilega til hamingju með árangurinn.