Nemendur mæta kl. 6:20 og 7:30 á tækniæfingar
Afreksakademía ÍBV og FÍV fór af stað í síðustu viku, en nemendur hennar mæta tvisvar í viku kl. 7:30 á tækniæfingar í handbolta eða fótbolta og fá svo hollan og góðan morgunmat í Týsheimilinu áður en haldið er í skólann. Að auki er svo boðið uppá fyrirlestra ofl. í bóklegu námi sem fer fram seinni part dags reglulega yfir veturinn.
Í fyrramálið hefst svo fyrsta lotan af sex í Íþróttaakademíu ÍBV og GRV, en þá mæta nemendur á tækniæfingar í handbolta kl. 6:20 og fara svo beint í hafragraut í Barnaskólanum. Alls eru þrjár lotur í handbolta og þrjár í fótbolta, samtals 7 vikur í hvorri íþrótt, fyrsta lotan í fótboltanum hefst í lok nóvember. Ásamt lotunum í tækniæfingum fá nemendur einnig eina styrktaræfingu á viku allan veturinn, en þær hófust í síðustu viku.
Allar nánari upplýsingar um akademíurnar er hægt að nálgast hér.