Yngri flokkar - U-20 landsliðið hjá HSÍ endaði í 7. sæti á Evrópumótinu

14.ágú.2018  14:56

4 leikmenn frá ÍBV spiluðu með

Þeir Ágúst Emil Grétarsson, Daníel Örn Griffin, Elliði Snær Viðarsson og Friðrik Hólm Jónsson fóru með U-20 ára landsliðinu í handknattleik á Evrópumótið í Slóveníu í lok júlí. Eftir erfiða byrjun náðu strákarnir sér á strik og enduðu á því að vinna Serbíu í úrslitaleik um 7. sætið og jafnframt að tryggja sér þátttökurétt á HM á Spáni 2019.

ÍBV óskar þessum drengjum innilega til hamingju með árangurinn.