Fjórar eyjastelpur spiluðu með
Þær Andrea Gunnlaugsdóttir, Bríet Ómarsdóttir, Harpa Valey Gylfadóttir og Linda Björk Brynjarsdóttir tóku þátt í European Open með U-16 ára landsliðinu í handbolta sem haldið var í Gautaborg, Svíþjóð, 2.-6. júlí sl. Þetta er í fyrsta skipti sem mótið er haldið fyrir U-16 ára landslið en hingað til hefur það verið fyrir U-18 landslið.
Eftir riðlakeppnina voru þær í 3. sæti en enduðu svo í 1. sæti í milliriðli sem tryggði þeim leik um 9. sætið á mótinu. Þann leik unnu þær með eins marks mun á móti Noregi í hörkuspennandi leik og enduðu því í 9. sæti, en alls mættu 20 lið til leiks.
ÍBV óskar þeim innilega til hamingju með þennan árangur.