Clara Sigurðardóttir spilaði með
Clara Sigurðardóttir tók þátt í Norðurlandamótinu með U-16 landsliðinu í fótbolta sem haldið var í Hamar, Noregi, 2.-8. júlí sl.
Stelpurnar unnu tvo góða sigra á móti Þýskalandi og Englandi en töpuðu á móti Svíþjóð í riðlakeppninni sem tryggði þeim leik um 3. sætið í mótinu á móti Hollandi. Sá leikur endaði í markalausu jafntefli og þurfti því að grípa til vítuspyrnukeppni. Clara tók fyrstu spyrnuna og skoraði af öryggi, Ísland vann að lokum 4-3 og tryggði sér 3. sætið.
Þess má geta að Clara var valinn maður leiksins í leiknum á móti Englandi en þann leik og leikinn á móti Svíþjóð spilaði hún sem fyrirliði.
ÍBV óskar Clöru innilega til hamingju með árangurinn.