Þau Anna Steinsen og Jón Halldórsson hafa verið að fræða iðkendur félagsins um samskipti og það að vera leiðtogi. Eins og sjá má á myndunum þá var þátttakan mjög góð og var gaman að sjá hvað margir foreldrar höfðu tök á að mæta með krökkunum.
Þeir foreldrar sem höfðu ekki tök á að mæta ættu endilega að fá krakkana til að segja frá sinni upplifun af fyrirlestrinum.
Fyrirlestrar dagsins voru fyrir iðkendur félagsins fædda 2007 og fyrr, krökkunum var skipt upp í þrjá hópa.