Tjöldun í Herjólfsdal og umferð á svæðinu

06.sep.2017  12:11

Þjóðhátíðarnefnd kallar eftir hugmyndum varðandi breytt fyrirkomulag á úthlutun tjaldstæða í Herjólfsdal. Teljum við að hægt sé að betrumbæta það fyrirkomulag sem hefur verið undanfarin ár.

Einnig langar okkur að fá hugmyndir varðandi hvernig sé hægt að draga úr bílaumferð á hátíðarsvæðinu. Við prufuðum að vera með sætaferðir í ár frá Íþróttamiðstöðinni í Dalinn og voru þær ferðir mjög lítið notaðar.

Allir þeir sem hafa hugmyndir varðandi þessi atriði eru hvattir til að senda okkur tölvupóst á netfangið info@dalurinn.is.

Ölgerðin setti saman þetta myndband um hátíðina okkar þar sem hápunktum hátíðarinnar eru gerð góð skil