Nóg er að gera hjá nemendum í akademíu ÍBV og & FÍV þessa dagana en þau eru að klára námsmat annarinnar. Í akademíunni eru tæplega 40 nemendur úr FÍV og leggja þau ýmist stund á handknattleik eða knattspyrnu. Einnig er töluvert stór hópur sem er í akademíu félagsins fyrir grunnskólanemendur.
Á hverri önn þurfa nemendur að standast námsmat til að fá námið metið inn í Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum og er það mat bæði bóklegt og verklegt. Á þessari önn taka krakkarnir dómarapróf hjá sérsamböndunum sem og þjálfaranámskeið (bæði bóklegt og verklegt).
Eftirfarandi starfsmenn sérsambandanna hafa verið með námskeið hér hjá okkur undanfarnar vikur:
Dómaranámskeið
Bóas Börkur Bóasson kom frá HSÍ og Magnús Már Jónsson frá KSÍ
Þjálfaranámskeið
Heimir Hallgrímsson frá KSÍ og Hrafnhildur Ósk Skúladóttir frá HSÍ
Á meðfylgjandi myndum er Heimir Hallgrímsson með þjálfaranámskeið fyrir iðkendur og þær Sirrý og Ásta Björt að vinna verklega hlutann af þjálfaranámskeiði.