Aðalstjórn ÍBV skipaði í dag nýtt knattspyrnuráð fyrir meistaraflokk karla. Óskar Örn Ólafsson tilkynnti aðalstjórn í ágúst sl. að hann myndi ekki gefa kost á sér aftur til formennsku að loknu yfirstandandi keppnistímabili. Í kjölfarið skipaði aðalstjórn Pál Þ. Hjarðar til formennsku í ráðinu og lagði hann í dag fram tillögu um skipun ráðsins að öðru leyti. Þeir eru:
Magnús Elíasson
Magnús Steindórsson
Haraldur Pálsson
Haraldur Bergvinsson
Kristján Georgsson
Auk þess munu fleiri koma að starfinu til einstakra verka.
Að gefnu tilefni vill aðalstjórn árétta að enginn hefur verið rekinn úr knattspyrnuráði. Aðalstjórn uppfyllti þá skyldu sína að skipa ráðinu nýjan formann í stað Óskars Arnar og nýr formaður gerði síðan tillögu um skipan ráðsins að öðru leyti - nú þegar starfstími fyrra ráðs rann út.
Aðalstjórn ÍBV býður nýtt fólk velkomið til starfa og þakkar þeim sem hætta fyrir fórnfúst og óeigingjarnt starf í þágu félagsins.