Þrjár frá ÍBV valdar í hæfileikamótun KSÍ og N1

22.sep.2016  10:17

Hæfileikamót KSÍ og N1 stúlkna fer fram í Kórnum í Kópavogi dagana 30. sep. – 2. okt.
Mótið fer fram undir stjórn Halldórs Björnssonar.  Halldór valdi þrjá leikmenn ÍBV í verkefnið sem eru þær Harpa Valey Gylfadóttir, Linda Björk Brynjarsdóttir og Clara Sigurðardóttir.

Undanfarið hefur Halldór Björnsson ferðast um landið með Hæfileikamótun KSÍ og N1 og er þetta mót framhald af þeirri vinnu. Um er að ræða leikmenn sem eru í 4. flokki, 13 til 14 ára, og hafa þeir mætt á æfingar og fengið annan fróðleik í gegnum Hæfileikamótun KSÍ og N1.

Aðstandendur leikmanna, þjálfarar og aðrir eru velkomnir að koma og fylgjast með leikjunum úr stúkunni í Kórnum.
Dagskrá:
Föstudagur 30. sep. Fundur/Fyrirlestur KSÍ Laugardal 18:00 til 20:00
Laugardagur 1. okt. Hæfileikamót Kórinn 15:00 til 20:00
Sunnudagur 2. okt. Hæfileikamót Kórinn 13:30 til 18:30

ÍBV óskar þessum efnilegu stúlkum innilega til hamingju með þennan árangur