Í dag kl. 18.00 hefja stúlkurnar leik í Pepsídeildinni 2016 þegar lið Selfoss heimsækir ÍBV á Hásteinsvöll. ÍBV kemur vel undirbúið til leiks en liðið hefur bætt við sig fjölmörgum leikmönnum til að vera í stakk búið að blanda sér í toppbaráttu deildarinnar. Stúlkurnar sýndu það í úrslitaleik Lengjubikarsins þegar þær lögðu sterkt lið Breiðabliks af velli 3-2 að þær verða til alls líklegar í sumar. Við Eyjamenn þurfum að sýna mikinn stuðning svo allt geti gengið upp því stúkan er að sjálfsögðu okkar 12.leikmaður. Við hvetjum alla til að mæta í hvítu og hvetja ÍBV til sigurs gegn sterku liði Selfoss. Sóley Guðmundsdttir fyrirliði liðsins lofar skemmtilegum fótbolta þar sem gömul gildi verða í hávegum höfð sem er barátta og dugnaður að hætti Eyjamanna.
Eyjamenn fjölmennum á völlinn
Áfram ÍBV