Um liðna helgi lék ÍBV2 í 3. flokki karla í B-úrslitum Íslandsmótsins, strákarnir unnu sér þátttökurétt þar með því að sigra 3. deildina í vetur. B-úrslitin fara fram þannig að 8 lið mæta til leiks og er þetta útsláttarkeppni. ÍBV2 sigraði fyrsta leikinn gegn Selfossi 38-30. Því næst var það lið Stjörnunnar í undanúrslitum og vannst sá leikur 29-25. Þá var komið að sjálfum úrslitaleiknum þar sem að andstæðingarnir voru lið Aftureldingar, þeim tókst ekki að stöðva Eyjapeyja frekar en nokkru öðru liði í vetur úrslitin 28-23. Þetta var fjórði titill 3. flokks karla í vetur liðin tvö sigruðu sínar deildir og sigruðu báðar úrslitakeppnirnar, hreint frábær árangur hjá Svavari Vignissyni, Kára Kistjáni Kristjánssyni og peyjunum þeirra. Til hamingju með þetta strákar.