3. flokkur karla lék í dag heimaleiki sína gegn Haukum í fyrstu og þriðju deild, um hreinan úrslitaleik var að ræða hjá eldra liðinu gegn Haukum, ÍBV hafði stigs forskot fyrir leikinn og þar sem þetta var síðasti leikur í deildinni hjá báðum að þá dugði ÍBV jafntefli til að sigra, þeir gerðu gott betur léku við hvurn sinn fingur og sigruðu örugglega 26-19 (13-10) Þeir vinna því deildina með 28 stig úr 16 leikjum og 99 mörk í plús, Haukar koma síðan í öðru sæti með 25 stig. Yngra liðið lék sinn næst síðasta leik einnig gegn Haukum liðin voru efst og jöfn fyrir leikinn sem ÍBV gjörsigraði 35-22 (19-9) og tryggja sér þar með deildarmeistaratitilinn í 3. deild. Strákarnir hafa aðeins tapað einu stigi í vetur og eru með 168 mörk í plús.En þess má geta að þetta var fysta tap Hauka í vetur. Strákarnir hafa leikið frábærlega í deildarkeppninni í vetur undir dyggri stjórn Svavars Vignissonar og uppskera þessa titla í dag. Til hamingju strákar.