Einar Jónsson hefur valið 19 manna hóp fyrir undankeppni HM sem fer fram á Íslandi 18.-20. mars. Það verða lið Ungverjalands, Austurríkis og Hvítarússlands sem koma hingað til lands og keppa við íslensku stelpurnar um eitt laust sæti á HM næsta sumar. Einar valdi Díönu Dögg Magnúsdóttur frá ÍBV í hópinn enda Díana ein af efnilegri leikmönnum Íslands á þessum aldri
ÍBV óskar Díönu Dögg innilega til hamingju með þennan árangur