Þrettándagleði ÍBV og Íslandsbanka

08.jan.2016  09:01

Vegna veðurs frestum við Þrettándagleði ÍBV og Íslandsbanka þar til kl. 19:00 laugardaginn 9. janúar. Þessi ákvörðun er tekin þar sem veðrið á að vera betra á morgun laugardag.

Nokkrir punktar fyrir morgundaginn

- þeir sem að eiga bíla á gönguleiðinni vinsamlegast færið þá af götunum

- gaman er ef krakkar geta verið með jólasveinahúfur eða ÍBV húfur

- ekki er leyfilegt að vera með skotelda í göngunni og uppi á malarvelli

- öll tröll sem eru á vegum ÍBV íþróttafélags eru innan girðingar upp á velli

- brýnum fyrir unga fólkinu að tröllin eru mörg hver mjög stór og því getur verið mjög hættulegt að hrella þau

 

Hlökkum til að sjá ykkur í göngunni á morgun,

Starfsmenn og sjálfboðaliðar ÍBV íþróttafélags