Heimir Ríkharðsson þjálfari U-16 ára landsliðs Íslands í handknattleik hefur valið 29 leikmenn til æfinga milli jóla og nýárs. Heimir valdi einn leikmann frá ÍBV sem er Páll Eiríksson. Palli er mjög efnilegur leikmaður sem hefur látið mikið af sér kveða í sínum flokki. Æfingarnar eru sem hér segir:
Mánudagur 28.des kl.10-12, Varmá
Þriðjudagur 29.des kl.10-12, Varmá
Miðvikudagur 30.des kl.10-12, Varmá
ÍBV óskar Palla innilega til hamingju með þennan árangur