Felix Örn valinn til æfinga hjá KSÍ

21.des.2015  10:20

Halldór Björnsson landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu U-17 valdi í dag Felix Örn Friðriksson til æfinga með liðinu en æfingarnar fara fram 28. og 29. des.  Halldór valdi 20 leikmenn í þetta sinn.  Felix hefur verið fastamaður í þessum hóp enda eitt mesta efni ÍBV þarna á ferð.

ÍBV óskar Felix Erni innilega til hamningju með þennan árangur.