Fimm leikmenn ÍBV hafa verið valdir til æfinga með U-18 ára landsliði Íslands í handbolta. Þetta eru þeir, Andri Ísak Sigfússon, Elliði Snær Viðarsson, Logi Snædal, Friðrik Hólm og Daníel Örn Griffin. Æfingarnar fara fram um næstu helgi í Reykjavík.
Þjálfarar hópsins eru Kristján Arason og Einar Guðmundsson.
ÍBV óskar þessum efnilegu drengjum innilega til hamingju með þennan árangur