Jón Kristinn á æfingar hjá KSÍ

20.okt.2015  09:05

Jón Kristinn Elíasson var í gær valinn til æfinga með úrtakshóp U-16 ára landsliði Íslands í knattspyrnu.  Æfingarnar fara fram um næstu helgi í Kórnum og Egilshöll.  Að þessu sinni eru 36 drengir valdir.  Þjálfari liðsins er Freyr Sverrisson.

ÍBV óskar Jóni Kristni innilega til hamingju með þennan árangur