Hæfileikamót KSÍ er undirbúningur fyrir yngri landslið Íslands og gefst þar landsliðsþjálfurum færi á að skoða leikmenn. Síðasta vetur fengum við Halldór Björnsson landsliðsþjálfara U17 ára drengja landsliðsin í heimsóknog voru þessar æfingar framhald af þeirri heimsókn. Halldór heimsótti öll félög á landinu og fékk því góða innsýn í starf félaga og hvar hæfileikaríkustu iðkendurnir eru sem auðveldar val á landsliðshóp þegar þar að kemur.
Æfingarnar hjá stúlkunum voru 19. og 20. september en hjá strákunum 3. og 4. október.
Þau sem voru valin og komu frá ÍBV að þessu sinni voru:
Arnar Breki Gunnarsson, Björgvin Geir Björgvinsson, Clara Sigurðardóttir, Harpa Valey Gylfadóttir, Jón Kristinn Elíasson, Kristófer Heimisson og Linda Björk Brynjarsdóttir.
ÍBV óskar þessum efnilegu iðkendum innilega til hamingju með þennan árangur.