Akademía ÍBV og FÍV

08.okt.2015  10:16

Morgunæfing á Hásteinsvelli

Krakkarnir okkar í akademíunni voru að æfa á Hásteinsvelli kl. 7:30 í morgun. Þar sem að Eimskipshöllin er lokuð fara æfingarnar í akademíunni fram á grasvöllum félagsins. Birtan hefur verið að fara illa með okkur undanfarið en sem betur fer hefur þetta sloppið til. Að okkar bestu vitund er þetta eini staðurinn á landinu þar sem verið er að æfa á grasi þessa dagana.

Eftir æfingu koma handbolta og fótbolta iðkendur akdemíunnar saman í félagsheimili ÍBV og borða morgunmat áður en haldið er í skólann.

Gunnar Heiðar Þorvaldsson og Einar Kristinn Kárason voru með fótboltaæfinguna í morgun og þeir Arnar Pétursson og Svavar Vignisson með handboltaakademíuna.

Í akdemíu ÍBV og FÍV 43 iðkendur nú á haustönn.