Þóra Guðný á æfingar hjá HSÍ

07.okt.2015  09:03

Í gær völdu þeir Halldór Halldórsson og Jón Viggósson einn leikmann ÍBV í æfingahóp U-18 ára landsliðs Íslands í handknattleik.  Þóra Guðný Arnarsdóttir verður fulltrúi ÍBV í þessum hóp sem kemur saman í Reykjavík þann 7.október.

ÍBV óskar Þóru Guðnýju innilega til hamingju með þennan árangur