Í gær var lokahóf yngri flokka fótboltans hjá ÍBV haldið, ákveðið var að hafa hófið á Hásteinsvelli þar sem veðrið lék við þátttakendur. Við hjá ÍBV þökkum öllum sem komu nálægt fótboltasumrinu hjá yngri flokkum félagsins fyrir sumarið og bíðum spennt eftir því næsta. Í tilefni af þessu var tekin mynd af 3. flokki niður í þann 8. þar sem vel sést hversu glæsilegur hópur þetta er.