Margét Lára Viðarsdóttir sem er uppalin hjá Tý og ÍBV og spilaði hér í Eyjum upp alla yngri flokka og með meistaraflokki ÍBV frá 2000 til 2005 er í 8. sæti yfir þá knattspyrnumenn sem skorað hafa flest mörk í keppnum á vegum UEFA landsleikjum og Evrópuleikjum félagsliða, Margrét Lára er ein af fjórum leikmönnum á topp tíu sem enn eru að spila, ásamt þeim Ronaldo, Messi og Huntelaar sem eru allir nokkuð kunnir knattspyrnukappar. Margrét Lára er marki á eftir Messi en Ronaldo trónir á toppnum. Það er aldrei að vita nema að hún nái að skáka Thierry Henry sem er tveimur mörkum á undan Margréti Láru á listanum. Margrét Lára var iðin við kolann hjá mfl. ÍBV og gerði alls 53 mörk fyrir liðið í deild og bikar.