5. flokkur kvenna Íslandsmeistarar í B liðum
Stelpurnar okkar unnu Breiðablik í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn 0-2 og skorðu þær Birta Líf Agnarsdóttir og Sigurbjörg Ósk Sigurðardóttir mörkin fyrir ÍBV. Þjálfari stúlknanna er Sigríður Ása Friðriksdóttir
Íslandsmeistararnir eru frá vinstri: Birta Líf, Berta, Þóra Björg, Sigurlaug, Rakel Oddný, Sigurbjörg Ósk, Thelma Sól, Helena og á myndina vantar þær Bergrúnu Brá og Elísu.
Leikmenn, þjálfari og foreldrar innilega til hamingju með titilinn