Samningurinn snýr að farþegaflutningum Herjólfs sem rekinn er af Eimskip, fyrir leikmenn, liðstjóra og þjálfara deilda ÍBV og mun samningur þessi því létta mikið undir rekstri félagsins.
Markmið Eimskips er að styðja við kröftugt starf ÍBV í mótun ungra iðkenda og létta þannig undir með ÍBV að skila öflugri uppbyggingu í íþróttastarfi og sinna uppeldishlutverki sínu í Vestmannaeyjum.
Merki Eimskips verður á keppnisbúningum meistaraflokks félagsins í kvenna- og karla knattspyrnu eins og verið hefur undan farin ár og einnig verður félagið áberandi í öllu starfi félagsins.
Það góða samstarf sem verið hefur á undanförnum árum í kringum viðburði ÍBV verður viðhaldið og mun ÍBV leggja sig fram um að auka þetta samstarf enn frekar til hagsbóta fyrir ÍBV, Eimskip og Herjólf.
Gylfi Sigússon og Íris Róbertsdóttir skrifuðu undir samninginn