Á fyrsta heimaleik ÍBV í fótbolta í gær var skrifað undir nýjan samstarfssamning milli Ölgerðarinnar og ÍBV. Samstarfið hefur verið langt og farsælt en Ölgerðin hefur verið stærsti styrktaraðili ÍBV íþróttafélags frá 2002. Samningur þessi er til fimm ára og rennur því út í lok árs 2019. Samstarfið lítur að stærstum hluta að Þjóðhátíðinni en þar hefur Ölgerðin verið ráðandi á svæðinu varðandi auglýsingar sem og séð um markaðssetningu og verður lítil breyting þar á. Þetta samstarf hefur verið mjög farsælt fyrir félagið í rúmlega 10 ár og erum við þess fullviss að svo verði áfram.
Andri Þór Guðmundsson forstjóri Ölgerðarinnar og Íris Róbertsdóttir formaður ÍBV íþróttafélags skrifuðu undir samninginn í gær.