Hádegisnámskeið

21.apr.2015  15:41
Þjálfarar í yngri flokkum félagsins sátu áhugavert námskeið í hádeginu um ofbeldi í íþróttum. Hafdís Inga Hinriksdóttir hélt námskeiðið en hún skrifaði mastersritgerð sína um andlegt og kynferðislegt ofbeldi innan íþrótta.
Hún fór yfir eftirfarandi atriði.

·        Auka meðvitund íþróttafélaga um að kynferðislegt ofbeldi getur átt sér stað á þeim vettvangi eins og öðrum

·        Hvetja íþróttafélög til umræðna um hvernig hægt sé að fyrirbyggja kynferðisofbeldi

·        Fræða þjálfara, stjórnendur og sjálfboðaliða um hvað átt sé við þegar talað er um kynferðislega misnotkun

·        Fræða þjálfara, stjórnendur og sjálfboðaliða um þau lagaskilyrði sem gilda um kynferðisleg samskipti við börn.

 
Félagið hefur einnig unnið siðareglur fyrir ÍBV-ara og er hægt að nálgast þær hér en einnig liggja þær frammi í Axel Ó, Íþróttahúsinu og félagsheimili ÍBV.