FRÉTTATILKYNNING FRÁ ÍBV

15.apr.2015  20:33

 

Handknattleiksráð ÍBV hefur gengið frá ráðningu Hrafnhildar Skúladóttur sem þjálfara mfl. og unglingaflokks kvenna ÍBV í handknattleik auk þess sem hún kemur að mótun yngri leikmanna í gegnum akademíu ÍBV, FÍV og GRV. Samningurinn er til tveggja ára og munu Hrafnhildur, fjölskylda flytja á Eyjuna fögru öðruhvoru megin við glæsilega Þjóðhátíð ÍBV í byrjun ágúst.

Hrafnhildi þarf varla að kynna fyrir íþróttaáhugafólki. Hún er fæddur sigurvegari og er fjórfaldur Íslands- og deildarmeistari, þrefaldur bikarmeistari og er leikjahæst allra landsliðskvenna með 170 landsleiki auk þess að vera markhæsta landsliðskona Íslands frá upphafi með 630 mörk.

Hrafnhildur ólst upp í Bakkahverfinu í Breiðholtinu og hóf sinn feril með ÍR í sama hverfi. Hún lék síðar með FH við góðan orðstý áður en hún hóf að raða titlum í bikaraskápa að Hlíðarenda með Val. Hrafnhildur lék um árarraðir sem atvinnumaður í Danmörku og Noregi.

ÍBV býður Hrafnhildi velkomna til starfa og alla fjölskylduna til eyja.

ÁFRAM ÍBV, alltaf og alls staðar.