Aðalfundur félagsins var haldinn í gærkvöldi þann 14. apríl þar sem m.a. farið var yfir skýrslu stjórnar og ársreikning félagsins. Rekstur félagsins gekk vel á síðast árið og þarf að halda áfram því góða starfi sem hefur verið unnið á síðustu árum. Einnig var til kynningar fjárhagsáætlun aðalstjórnar fyrir árið 2015. Mannabreytingar voru í stjórn félagsins en út úr stjórn félagsins gengu Sigursveinn Þórðarson formaður, Ingibjörg Jónsdóttir og Styrmir Sigurðarson og þökkum við þeim vel unnin störf fyrir félagið sem og öllum þeim sjálfboðaliðum sem vinna fyrir félagið.
Kosin var ný stjórn á fundinum
Formaður
Íris Róbertsdóttir
Aðrir stjórnarmenn
Aníta Óðinsdóttir
Guðmundur Ásgeirsson
Páll Magnússon
Stefán Jónsson
Unnar Hólm Ólafsson
Unnur Sigmarsdóttir
Fulltrúar deilda verða
Hannes Gústafsson
Karl Haraldsson