Felix Örn í lokahóp hjá KSÍ.

10.apr.2015  14:03

Halldór Björnsson, landsliðsþjálfari U17 landsliðs karla, valdi í dag Felix Örn Friðriksson  í landslið Íslands sem leikur í undirbúningsmóti UEFA í Færeyjum 17. – 21. apríl.
Halldór valdi 18 leikmenn í ferðina en Ísland leikur þrjá leiki gegn Wales, N.Írlandi og Heimamönnum.
ÍBV óskar Felix Erni innilega til hamingju með þennan árangur.