Miðasala á ÍBV leikina í Laugardalshöllinni

24.feb.2015  08:59
Miðasala á undanúrslitaleiki meistaraflokkanna er hafin hjá N1 á Básaskersbryggju. Miðaverð á stakan undanúrslitaleik er 1.500 kr. og fyrir börn kr. 500. Miðaverð á báða undanúrslitaleiki saman er kr. 2.000.
Fyrir stuðningsmenn ÍBV á höfuðborgarsvæðinu: Miðasala verður á N1 við Hringbraut á milli kl. 14 og 17, miðvikudag og fimmtudag. Vinsamlegast látið berast til okkar fólks á fastalandinu. Einnig verður hægt að kaupa miða á Ölver Sportbar fyrir leikina.
 
Handknattleiksdeild ÍBV vill árétta mikilvægi þess að stuðningsmenn ÍBV kaupi miða í forsölu af ÍBV þar sem andvirði miðasölunnar rennur beint til félagsins. ÍBV fær ekki hlutdeild í tekjum af miðasölu á leikstað á leikdegi. Komist lið í ÍBV í úrslitaleiki á laugardag verður tilkynnt sérstaklega um forsölu á vegum ÍBV á þá leiki. Biðjum því stuðningsmenn um að fylgjast vel með tilkynningum á Facebook síðu deildarinnar og á vefmiðlum.