Það varð ljóst um helgina að ÍBV mun eiga 4 lið í Laugardalshöllinni bikarúrslitahelgina 26. feb. til 1. mars. Mfl. kvenna spilar í undanúrslitum gegn Gróttu kl. 20:00 26. febrúar, Mfl. karla spilar svo gegn Haukum einnig í undanúrslitum kl. 20:00 þann 27. febrúar. 3. flokkur karla leikur úrslitaleik gegn Val sunnudaginn 1. mars kl: 14:30 en þeir sigruðu KA í hörkuleik fyrir norðan 29-30 í undanúrslitunum. 3. flokkur kvenna sem tryggði sér sigur gegn ÍR í dramatískum undanúrslitaleik sem þurfti að framlengja nú um helgina (24-24) 27-30 en stelpurnar voru þremur mörkum undir í venjulegum leiktíma þegar skammt var eftir en með seiglu náðu þær að jafna og tryggja sér sigurinn í framlengingunni. Þær mæta Selfossi á sunnudeginum kl: 16:30. 2. flokkur karla var hársbreidd frá því að komast í úrslit en þeir töpuðu hér heima um helgina í undanúrslitum gegn mjög öflugu liði Vals 29-30.
Fari svo að meistaraflokkarnir sigri í sínum leikjum þá leika þeir til úrslita um bikarmeistaratitil laugardaginn 28. febrúar klukkan 13:30 fer fram úrslitaleikur í kvennaflokki, en klukkan 16:00 í karlaflokki.
Við hvetjum alla Eyjamenn fjær og nær til að fjölmenna í Laugardalshöllina og hvetja okkar fólk til dáða. Hægt verður að kaupa miða á leikina af félaginu og verður miðasalan auglýst síðar.