Nú er komið að því að ganga frá greiðslu æfingagjalda fyrir 2015. Allir foreldrar þurfa að fara inn á síðuna ibv.felog.is og skrá sín börn til leiks hjá ÍBV íþróttafélagi. Á þessari síðu þarf einnig að ganga frá æfingagjöldum en í boði eru þrjár leiðir. Hægt er að millifæra inn á reikning félagsins, fá greiðsluseðil eða ganga frá greiðslum með kreditkorti.
Allar leiðbeiningar um skráningu er hægt að nálgast á heimasíðu félagsins ibvsport.is eða með því að hafa samband við starfsfólk á skrifstofu.
Ákveðið hefur verið að aldursskipta æfingagjöldunum og er skiptingin tengd ferðakostnaði og æfingafjölda.
5-6 ára vorönn frítt, sumarönn 10.000 og haustönn 10.000.
7-10 ára 61.950 kr. árgjald
11-12 ára 64.900 kr. árgjald
13-16 ára 67.900 kr. árgjald
Systkinaafsláttur verður áfram að undanskildu því að hann reiknast ekki hjá 5-6 ára börnum
Séu 2 systkini að æfa reiknast 15% afsláttur af gjöldum beggja barna.
Séu 3 systkini að æfa reiknast 50% afsláttur hjá því barni. *
Séu 4 systkini að æfa reiknast 70% afsláttur hjá því barni. *
* þegar 3 börn æfa er það yngsta barnið sem reiknast þriðja barn og það sama á við það fjórða það verður yngsta barn, og minnt er á að systkinaafsláttur reiknast ekki hjá 5-6 ára börnum. Til þess að ganga frá skráningu/greiðslu fyrir 3 og 4 barn er nauðsynlegt að hafa samband við skrifstofu félagsins 481-2060.
Innifalið eru æfingar bæði í handknattleik og knattspyrnu, ÍBV treyja fylgir með annað hvert ár. ÍBV greiðir einnig ferðakostnað í öll mót með Herjólfi hjá öllum flokkum. Þá fá börn sem æfa hjá félaginu frítt á alla meistaraflokksleiki félagsins.