Á laugardagskvöld þegar 83 iðkendur frá ÍBV-íþróttafélagi voru á leið heim úr keppnisferðum sínum lokaðist Hellisheiði og Þrengsli. Einnig var ráðlagt að fara ekki á rútum Suðurstrandarveginn. Hópunum var því snúið aftur til Reykjavíkur í gistingu. Eins og flestir vita er afar erfitt að fá gistingu í Reykjavík á laugardagskvöldi nema búið sé að panta í tíma. Við hjá ÍBV skiptum ávallt við hótel Cabin en þar var einungis pláss fyrir 20 manns. Einstök liðlegheit starfsfólksins varð til þess að hægt var að koma 40 manns að meðan aðrir útveguðu sér heimagistingu.
ÍBV vill koma innilegu þakklæti til starfsfólks Cabins fyrir hlýhug í garð iðkenda ÍBV.